Fimmtudagur 14. nóvember kl. 10:30
Börnin í Dalvíkurbyggð verða með dagskrá í Bergi að tilefni
Dags íslenskrar tungu, sem er 16. nóvember. Öll velkomin.
Rithöfundarnir Benný og Ása Marin eru á ferð um landið og verða hjá okkur á Bókasafni Dalvíkur föstudaginn 15. nóvember klukkan 16.30. Þær eru báðar með nýútkomnar skáldsögur sem þær munu lesa upp úr og jafnframt bjóða þær bækur til kaups og áritunar. Hittumst í Hellisgerði eftir Ásu Marin er notalegur ljúflestur í skammdeginu um ást og jólahátíð sem gæti orðið einmanaleg. Speglahúsið eftir Benný Sif Ísleifsdóttur er í senn samtímasaga og sögulegt skáldverk um þrjár konur á tvennum tímum innan um sömu speglana.
Heitt kaffi á könnunni og allir velkomnir ❤
_____________________________________________________________
Í bókatíðindum hljóma kynningar á bókunum svona:
Hittu mig í Hellisgerði eftir Ásu Marin:
„Bráðskemmtileg og rómantísk vetrarsaga. Jólin hafa verið eyðilögð fyrir Snjólaugu. Barnsfaðir hennar ætlar að vera erlendis með dóttur þeirra í þrjár heilar vikur yfir hátíðarnar og Snjólaug sér fram á afar einmanalegt aðfangadagskvöld. En þá fær hún hugljómun: Hún ætlar að finna ástina í tæka tíð fyrir klukknahringinguna í Ríkisútvarpinu.“
Speglahúsið eftir Benný:
„Miðaldra hárgreiðslukonan Rósa leggur skærin á hilluna, flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu. Meðan ferðamenn setja sig í spor Lísu, sem lá lömuð þar um miðja síðustu öld, bakar Rósa fyrir kaffihúsið og hugsar til ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið. Mögnuð saga frá höfundi Hansdætra.“