Kristjana Arngrímsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson verða á sjóðheitum tangónótum á þessu fyrsta Gestaboði haustsins, föstudagskvöldið 25. október kl. 20:00. Skagfirðingurinn Jón Þorsteinn Reynisson - einn efnilegasti harmonikkuleikari landsins - er gestur kvöldsins. Hann stundaði nám við Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn í harmonikkuleik. Það verður því haustrómantíkinn í öllum sínum litum og sjarma sem ræður för þetta kvöld. Hlökkum til að sjá ykkur. Húsið opnar 19:30. Miðar eru seldir við innganginn - posi á staðnum - og miðaverð er 3.500 kr,-
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00