Laust til umsóknar - grunnskólakennari
Árskógarskóli auglýsir eftir grunnskólakennara í 100% starf frá og með 1. ágúst 2024. Næsti yfirmaður er deildarstjóri skólans.
Árskógarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með 16 börn á leikskólastigi og 18 nemendur í 1. – 7. bekk. Einkunnarorð skólans eru: GLEÐI – VIRÐING – ÞRAUTSEIGJA. Í grunnskólanum er samkennsla í tveimur umsjónarhópum og ein deild í leikskólanum. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskóli.
Helstu verkefni:
• Vinnur samkvæmt skólanámskrá, kennsluáætlunum.
• Undirbýr kennsluáætlanir og endurmat.
• Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
• Foreldrasamstarf.
• Umsjón með bekk og heimastofu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
• Sérhæfð hæfni í kennslu barna á mið- og unglingastigi.
• Starfsreynsla á grunnskólastigi.
• Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur.
• Góð færni í mannlegum samskipum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Þarf að geta unnið í teymi með öðrum.
• Áhugi á notkun tækni í skólastarfi.
• Hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2024
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.
Sótt er um í gegnum Íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda í starfið og ferilskrá, auk staðfest afrit af prófskírteinum. Ef umsækjendur uppfylla ekki menntunar- og hæfniskröfur áskilur skólastjóri sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Frekari upplýsingar veitir Friðrik Arnarson, skólastjóri, sími 460 4980 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is og Helga Lind Sigmundsdóttir, sími 460 4971 eða í netpósti helga.lind@dalvikurbyggd.is.
Dalvíkurbyggð er tæplega 1900 manna sveitafélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.
22. mars 2024