Kvenfélagið Hvöt kom færandi hendi

Kvenfélagið Hvöt kom færandi hendi

Fulltrúar frá Kvenfélaginu Hvöt mættu til okkar á leikskólann og færðu okkur hvorki meira né minna en þrjár barnapíur (baby monitors) til þess að setja í vagnana hjá krílunum okkar. Ekki náðust nú öll börnin með á mynd þar sem allir voru að græja sig í smá ferðalag svo þessi mynd verður að duga. Innilegar þakkir fyrir þessa góðu gjöf kæru konur! Þetta mun svo sannarlega nýtast okkur vel hér á Kötlukoti!