Sveitarstjórn getur ákveðið að skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla starfi sameiginlega í einu ráði í samreknum leik- og grunnskóla, skv. 45. gr. laga um grunnskóla. Ákvæði þetta gildir einnig um skóla þar sem tvö eða fleiri sveitarfélög hafa samvinnu um rekstur hans, sbr. 1. mgr. 45. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Skólaráð Árskógarskóla er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags.
Í ráðinu skulu sitja:
- skólastjórnandi sem boðar fundi og stýrir þeim
- fulltrúi grunnskólakennara
- fulltrúi leikskólakennara
- fulltrúi annars starfsfólks
- fulltrúi barna á leikskólaaldri (mögulega einnig fulltrúi grenndarsamfélags)
- fulltrúi barna á grunnskólaaldri (mögulega einnig fulltrúi grenndarsamfélags)
Hlutverk skólaráðs:
- fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið,
- fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,
- tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið,
- fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,
- fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum,
- fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað,
- tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
Skal kosning til skólaráðs fara fram í september (fyrst 2012) og kosið til tveggja ára. Fundir eru að jafnaði þrisvar á vetri.
Veturinn 2023-2024 sitja í ráðinu:
Friðrik Arnarson, skólastjóri
Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri
Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun, fulltrúi grunnskólakennara
Anna Sólveig Jónasdóttir, fulltrúi annars starfsfólks
Freydís Inga Bóasdóttir, fulltrúi foreldra barna á grunnskólaaldri og grenndarsamfélags