Starfslýsingar Árskógarskóla
Yfir skólanum er einn skólastjóri sem hefur aðsetur í Dalvíkurskóla. Skólastjóri er faglegur leiðtogi í skólanum og ber ábyrgð á rekstrarlegum þáttum skólans og samskipti við opinbera aðila.
Deildarstjóri er staðgengill skólastjóra og er faglegur leiðtogi ásamt skólastjóranum. Deildarstjóri ber ábyrgð og hefur yfirumsjón með daglegu skólastarfi, sérkennslu og faglegu starfi á báðum skólastigum.
Skólinn er þjónustustofnun við nemendur, foreldra og samfélagið sem hann starfar í. Góður árangur næst ekki nema allir vinni saman og stefni að sama marki. Skólastjórnendur vilja leggja sitt að mörkum til skapa skýra sýn á skólastarfið og ná fram öflugum og árangursríkum skóla.
Skólastjóri
Samskipti
- Fræðsluskrifstofu.
- Fræðslu- og tómstundanefnd.
- Skólaráð.
- Nemendaverndarráð.
- Starfsfólk.
- Skólahjúkrunarfræðing.
- Foreldra.
- Nemendur.
- Mennta og menningarmálaráðuneyti.
- Menntamálastofnun.
Skipulagning og áætlanagerð
- Stundaskrárgerð.
- Starfsmannafundir/kennarafundir á grunnskólastigi.
- Teymisfundir fagteyma.
- Starfsáætlun.
- Innra matsáætlun.
- Skóladagatal.
- Handbók nemenda og foreldra.
- Skóla- og bekkjarnámskrár.
- Samstarf innan stoðþjónustunnar og stoðþjónustunnar við kennara.
- Sjá um að sækja um frávik og undanþágur fyrir nemendur með greiningar og sérþarfir vegna samræmdra könnunarprófa til Menntamálastofnunar fyrir nemendur í 4. og 7. bekk ásamt sérkennurum og umsjónarkennurum.
Fagleg forysta
- Stuðlar að því að skólinn sé í forystu meðal skóla á landinu í faglegu starfi.
- Stuðlar að faglegu umhverfi og aðgengi að faglegu efni.
- Sér til þess að stefna skólans sé skýr og sýnileg og er í forystu með að fylgja henni eftir.
- Sér til þess að skólanámskrá sé yfirfarin reglulega.
- Styður við þróunar- og umbótaáætlanir og ræður fólk til að vinna í teymum og framkvæmdahópum.
- Situr í teymum eftir því sem við á.
- Sér um að skipuleggja námskeið sem styðja við þróunar- og umbótaáætlanir skólans.
- Leiðbeinir við gerð námsáætlana hjá kennurum.
- Sér til þess að upplýsingaflæði í skólanum sé virkt.
- Vinnur með starfsmönnum að eflingu á innra starfi grunnskólans.
Starfsmannahald
- Tryggir eftir því sem unnt er góð starfsskilyrði fyrir starfsfólk.
- Sér til þess að starfsmannastefna sé virk og unnin í samráði við starfsfólk.
- Sér um ráðningar starfsfólks í samráði við deildarstjóra.
- Vinnur að námskeiðahaldi fyrir starfsmenn.
- Sér um og undirbýr starfsmannaviðtöl samkvæmt skipuriti og í samráði við deildarstjóra.
- Yfirfer starfslýsingar með deildarstjóra.
- Áætlar sérkennsluþörf hverju sinni og þörf fyrir stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa ásamt deildarstjóra.
Fjármál
- Gerð fjárhagsáætlunar og eftirlit með henni.
- Gerð launaáætlunar og eftirlit með henni.
- Samþykkir reikninga.
- Kennslustundafjöldi.
- Skólaakstur.
- Áætlun um viðhald skólahúsa.
- Áætlun um kaup á kennslutækjum og búnaði.
- Innkaup námsefnis og kennslugagna.
- Útboð ýmissa þátta í rekstri skólans.
Félagsstörf
- Styður við félagsstarf í skólanum.
Deildarstjóri
Daglegt skólastarf
- Umsjón með forföllum starfsmanna og sér um að leysa/manna forföll.
- Umsjón með húsnæði og skólalóð.
- Umsjón með skólaakstri.
- Erfið agamál.
- Eineltismál.
- Annar daglegur rekstur.
- Skipulag í kringum viðburði í skólanum.
- Skipulag varðandi sérfræðinga sem sinna greiningum og ráðgjöf í skólanum.
- Önnur verkefni sem geta verið breytileg milli ára allt eftir þörfum í skólanum hverju sinni.
Samskipti við
- Sálfræðing.
- Talmeinafræðing.
- Aðra sérfræðinga.
- Skólahjúkrunarfræðing.
- Heilsugæslu og barnalækni.
- Foreldra.
- Nemendur.
- Fræðslu- og menningarsvið.
Skipulagning, áætlanagerð:
- Skipuleggur stuðningsúrræði og gerir stundatöflur fyrir stuðningsfulltrúa.
- Skipuleggur fundi nemendaverndarráðs og heldur þá á 6 vikna fresti.
- Skipuleggur heimsóknir sérfræðinga í skólann og situr skilafundi þegar við á.
- Hefur yfirumsjón með skjalaskáp þar sem haldið er utan um persónumöppur nemenda.
- Áætlanir um skemmtanir, vettvangsferðir og ferðalög.
- Skipuleggur og situr skilafundi milli skólastiga.
Fagleg forysta
- Styður við faglega þróun í skólanum í samræmi við stefnu skólans.
- Hefur yfirumsjón á faglegum málum í stoðþjónustuúrræðum skólans.
- Styður við sérkennara og kennara.
- Veitir starfsmönnum sem sinna stoðaþjónustu ráðgjöf.
- Heldur utan um starf nemendaverndarráðs.
- Kemur með tillögur að námskeiðum sem styðja við faglega þróun í skólanum.
Starfsmannahald
- Sér um að áætla sérkennsluþörf hverju sinni og þörf fyrir stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa ásamt skólastjóra.
- Sér að hluta til um starfsmannaviðtöl í samráði við skólastjóra.
- Yfirfer starfslýsingar ásamt skólastjóra.
Félagsstörf
- Umsjón með viðburðum í skólanum.
- Heldur utan um nemendaráð skólans.
Leikskólakennari
Í skólastarfinu er leikskólakennari/hópstjóri lykilpersóna. Hann er sá aðili sem þekkir nemendur öðrum fremur og getur veitt þeim þann stuðning og aðhald sem þurfa þykir. Í skólastarfinu er leikskólakennari/hópstjóri einnig tengiliður heimilis og skóla. Hlutverk leikskólakennara er m.a. að hlutast til um andlega og líkamlega velferð nemenda sinna í samvinnu við foreldra eftir þörfum.
Leikskólakennarar fylgjast með þroska, áhugasviði, leik og störfum barnsins og upplýsir foreldra og yfirmenn um stöðu barnsins. Hann undirbýr foreldrasamtöl og tekur þau í samráði við deildarstjóra. Hann fylgir málefnum barnsins eftir og er talsmaður barnsins innan skólans.
Leikskólakennari hefur samband við foreldra svo oft sem þurfa þykir. Hann skal ræða við foreldra um framfarir, hegðun, ef áhyggjur eru af þroska eða líðan og ef eitthvað er sem hindrar nám og leik barnsins. Gott samstarf við heimili tryggir góða skólagöngu nemenda og þá þarf líka að halda góðu atriðunum á lofti.
Leikskólakennari:
- Vinnur samkvæmt skólanámskrá, árganganámskrá og innra mati.
- Vinnur eftir því skipulagi sem skólastjóri/deildarstjóri ákveður.
- Hefur umsjón með sínum hóp.
- Fylgist með námi og þroska allra barna í sínum hóp og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms í gegnum leik, sjálfstæðis og þroska.
- Fylgist með samskiptum barna sinna innbyrðis og grípur strax inn ef minnsti grunur leikur á einelti og fylgir þá vinnuferli eineltisáætlunar.
- Vinnur með öðrum kennurum á deildinni. Vinnur einnig með öðrum kennurum í skólanum eftir því sem við á.
- Miðlar upplýsingum innan deildarinnar og milli skólastiga.
- Stuðlar að samstarfi milli skólastiga og ólíka hópa innan skólans.
- Situr starfsmanna- og deildarfundi og aðra þá fundi sem skólastjórnin felur honum.
- Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og öðru faglegu starfi eftir því sem við verður komið.
- Tekur þátt í vinnuhópum varðandi þróunarverkefni sem á við allt starfsfólk skólans.
- Tekur þátt í starfsdögum á vegum skóla og sveitafélags.
- Tekur við og leitar eftir upplýsingum um hegðun, nám o.fl. hjá samkennurum og öðrum upplýsingum sem þeir þurfa að koma á framfæri.
- Skráir inn mætingu, svefn, setur inn myndir og fleira inn í Karellen.
- Passar að öryggis atriði séu uppfyllt á heimasvæði hópsins sem hann kennir s.s. flóttaleiðir færar og ekkert sem hindrar þær.
- Starfar eftir siðareglum kennara.
Hlutverk leikskólakennara gagnvart námsaðstoð og sérkennslu
- Ber ábyrgð á börnum í sínum hópi
- Er með samráðsfundi með þeim sem koma að barninu um börn sem þurfa sérkennslu
- Vinnur að gerð einstaklingsnámskráa ásamt deildarstjóra eins og við á
- Undirbýr tilvísanir í samráði við deildarstjóra
- Sér um að börnin hafi námsefni við hæfi
Hlutverk leikskólakennara gagnvart félagslífi og vettvangsferðum nemenda
- Hefur umsjón með og fer í vettvangsferðir í samráði við aðra kennara í skólanum(/skólastiginu)
- Hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd ýmiss konar skemmtidagskrár/viðburðar í skólanum
Hlutverk leikskólakennara gagnvart agavandamálum sem upp koma
- Ber ábyrgð á að tekið sé á agavandamálum samkvæmt verkferlum skólans.
https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/stodthjonusta/eineltisteymi
https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/verkefni/uppbyggingarstefnan
Grunnskólakennari
Í skólastarfinu er umsjónarkennarinn lykilpersóna. Hann er sá aðili sem þekkir nemendur öðrum fremur og getur veitt þeim þann stuðning og aðhald sem þurfa þykir. Í skólastarfinu er umsjónarkennarinn einnig tengiliður heimilis og skóla. Hlutverk umsjónarkennara er m.a. að hlutast til um andlega og líkamlega velferð nemenda sinna í samvinnu við foreldra eftir þörfum.
Umsjónarkennarar ræða við nemendur sína og fjalla almennt um þau mál sem snúa að vinnu, umgengnisreglum auk mála sem upp kunna að koma í einstökum bekkjardeildum.
Umsjónarkennarinn hefur samband við foreldra svo oft sem þurfa þykir. Hann undirbýr og tekur foreldrasamtöl á samráðsdögum samkvæmt skóladagatali en boðar þess utan foreldra í viðtöl allt eftir því sem þurfa þykir. Hann skal t.d. hafa samband við foreldra ef umsjónarnemendur hans gleyma bókum, sinna ekki heimanámi, sýna af sér ókurteisi eða vítaverða framkomu, leggja aðra nemendur í einelti, skrópa eða koma oft seint í kennslustundir. Einnig er mikilvægt að umsjónarkennarinn hafi samband þegar vel gengur. Gott samstarf við heimili tryggir góða skólagöngu nemenda og þá þarf líka að halda góðu atriðunum á lofti.
Umsjónarkennari:
- Vinnur samkvæmt skólanámskrá, kennsluáætlunum og innra mati.
- Vinnur eftir því skipulagi sem skólastjóri/deildarstjóri ákveður.
- Undirbýr kennsluáætlanir og endurmat.
- Hefur umsjón með sínum umsjónarbekk og sinni heimastofu.
- Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
- Fylgist með samskiptum nemenda sinna innbyrðis og grípur strax inn ef minnsti grunur leikur á einelti og fylgir þá vinnuferli eineltisáætlunar.
- Vinnur náið með öðrum kennurum umsjónarnemenda sinna. Vinnur einnig með öðrum kennurum skólans eftir því sem við á.
- Miðlar upplýsingum innan deildarinnar og milli skólastiga.
- Stuðlar að samstarfi milli skólastiga og ólíka hópa innan skólans.
- Situr starfsmanna- og kennarafundi og aðra þá fundi sem skólastjórnin felur honum.
- Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og öðru faglegu starfi eftir því sem við verður komið.
- Tekur þátt í vinnuhópum varðandi þróunarverkefni sem á við allt starfsfólk skólans.
- Tekur þátt í starfsdögum á vegum skóla og sveitafélags.
- Tekur við og leitar eftir upplýsingum um hegðun, námsframvindu o.fl. hjá faggreinakennurum og öðrum upplýsingum sem þeir þurfa að koma á framfæri.
- Færir heimavinnu, einkunnir, umsagnir og kennsluáætlanir inn í Mentor og kemur persónuupplýsingum í skjalaskáp.
- Passar að öryggis atriði séu uppfyllt á heimasvæði hópsins sem hann kennir s.s. flóttaleiðir færar og ekkert sem hindrar þær.
- Starfar eftir siðareglum kennara.
Hlutverk umsjónarkennara gagnvart námsaðstoð og sérkennslu
- Ber ábyrgð á öllum nemendum í sínum umsjónarbekk.
- Er með samráðsfundi með þroskaþjálfa, deildarstjóra og stuðningsfulltrúa ef við á um nemendur sem þurfa sérkennslu.
- Vinnur að gerð einstaklingsnámskráa ásamt þroskaþjálfa eins og við á.
- Undirbýr tilvísanir í samráði við deildarstjóra.
- Sér um að nemendur hafi námsefni við hæfi.
- Sér um að gera samninga við forráðamenn ef kemur til þess að námi nemanda sé frestað í einstökum námsgreinum í samráði við skólastjóra.
Hlutverk umsjónarkennara gagnvart félagslífi og vettvangsferðum nemenda
- Hefur umsjón með og fer í vettvangsferðir í samráði við aðra kennara.
- Hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd ýmis konar skemmtidagskrár/viðburðar ásamt öðrum kennurum.
Hlutverk umsjónarkennara gagnvart agavandamálum sem upp koma
- Ber ábyrgð á að tekið sé á agavandamálum samkvæmt verkferlum skólans.
https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/stodthjonusta/eineltisteymi
https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/verkefni/uppbyggingarstefnan
Faggreinakennari
- Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
- Er í góðu samstarfi við umsjónakennara með upplýsingar til foreldra og stöðu nemanda.
- Færir heimavinnu, einkunnir, umsagnir og mætingu inn í Mentor og kemur persónuupplýsingum í skjalaskáp.
- Situr samráðsfundi, ef við á, ásamt þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og deildarstjóra vegna nemenda sem þurfa sérkennslu.
- Vinnur að gerð einstaklingsnámskráa eins og við á.
- Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og öðru faglegu starfi eftir því sem við verður komið.
- Tekur þátt í vinnuhópum varðandi þróunarverkefni sem á við allt starfsfólk skólans.
- Tekur þátt í samstarfi við aðra kennara.
- Hefur umsjón með sérgreinastofu og kennslutækjum.
- Sér um frágang um jól og að vori á sýnu svæði.
- Sér um innkaup fyrir næsta skólaár í samráði við deildarstjóra.
- Situr starfsmannafundi, kennarafundi, og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að faggreinakennari taki þátt í.
- Tekur þátt í starfsdögum á vegum skóla og sveitafélags.
- Leysir úr vandamálum sem upp kunna að koma hjá nemendum.
- Passar að öryggis atriði séu uppfyllt á heimasvæði hópsins sem hann kennir s.s. flóttaleiðir færar og ekkert sem hindrar þær.
- Starfar eftir siðareglum kennara.
Hlutverk faggreinakennara gagnvart agavandamálum sem upp koma
- Ber ábyrgð á að tekið sé á agavandamálum samkvæmt verkferlum skólans.
https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/stodthjonusta/eineltisteymi
https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/verkefni/uppbyggingarstefnan
Þroskaþjálfi
Þroskaþjálfi hefur það verksvið að sinna nemendum sem eru með þroskafrávik, fötlun eða önnur sértæk vandamál. Hann sér um skipulagningu og undirbúning þjónustu sem þessir nemendur þarfnast í samráði við deildarstjóra og umsjónarkennara.
Starf þroskaþjálfa miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í athöfnum daglegs lífs. Starfið tekur mið af einstaklingsnámskrá og hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda fyrir stuðning í þeim tilvikum þar sem það er hægt. Þroskaþjálfi starfar innan og utan almennra bekkjardeilda allt eftir þörfum nemenda hverju sinni.
- Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara og aðra kennara.
- Heldur utan um gerð einstaklingsnámskráa hjá nemendum með fötlun og öðrum nemendum sem hann sinnir í nánu samráði við umsjónarkennara og/eða viðkomandi faggreinakennara.
- Heldur utan um endurskoðun einstaklingsáætlana reglulega í nánu samráði við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara.
- Finnur námsefni og námsgögn við hæfi í samstarfi við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara.
- Veitir stuðningsfulltrúa ráðgjöf varðandi námsgögn og vinnulag í samráði við deildarstjóra og umsjónarkennara/faggreinakennara.
- Gerir sérkennsluskýrslur í lok starfsárs ef við á.
- Hefur samstarf við foreldra í samráði við umsjónarkennara.
- Hefur samstarf við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara um námsmat og próftöku nemenda sem hann hefur umsjón með.
- Sér um að nemendum með lestrar- og námsörðugleika séu búnar viðhlítandi aðstæður við próftöku t.d. munnleg próf, stækkað letur á prófverkefnum, lengri próftíma o.fl.
- Aðstoðar umsjónarkennara við skipulagningu og framkvæmd námsferða og óhefðbundinna skóladaga með tilliti til nemanda með sérþarfir.
- Situr kennarafundi, árgangafundi og aðra þá fundi sem skólastjórn ætlast til að hann taki þátt í.
- Tekur þátt í vinnu við gerð skólanámskrár og ýmissa áætlana innan skólans.
- Stýrir þjónustuteymum nemenda sem hann hefur umsjón með.
- Veitir samstarfsfólki ráðgjöf vegna þroskafrávika og fötlunar nemenda sinna.
- Veitir nemendum umönnun og aðstoð við persónulega þætti innan skólans ef við á.
- Situr skilafundi með sérfræðingum eftir því sem við á.
- Hefur samráð við greiningarstofnanir.
- Tekur þátt í undirbúningi tilvísana í samráði við deildarstjóra og umsjónarkennara.
- Veitir stuðningsfulltrúum ráðgjöf eftir því sem við á.
Starfsmaður í leikskóla
Í skólastarfinu er leikskólakennari/hópstjóri lykilpersóna. Hann er sá aðili sem þekkir nemendur öðrum fremur og getur veitt þeim þann stuðning og aðhald sem þurfa þykir. Í skólastarfinu annast starfsmaður í leikskóla börn undir stjórn leikskólakennara, hann sinnir andlegum og líkamlegum þörfum þeirra.
Starfsmaður í leikskóla fylgist með áhugasviði, leik og störfum barnsins og upplýsir foreldra og yfirmenn um stöðu barnsins. Hann fylgir málefnum barnsins eftir og er talsmaður barnsins innan skólans.
- Hefur umsjón með sínum hóp.
- Vinnur samkvæmt skólanámskrá, árganganámskrá og innra mati.
- Fylgist með námi og þroska allra barna í sínum hóp.
- Vinnur að því að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum í samræmi við áherslur skólans.
- Fylgist með samskiptum nemenda sinna innbyrðis og grípur strax inn ef minnsti grunur leikur á einelti og fylgir þá vinnuferli eineltisáætlunar.
- Hefur samband við forráðamenn eftir þörfum.
- Vinnur náið með öðrum kennurum á deildinni. Vinnur einnig með öðrum kennurum í skólanum eftir því sem við á.
- Miðlar upplýsingum innan deildarinnar og milli skólastiga.
- Situr starfsmanna- og deildarfundi og aðra þá fundi sem skólastjórnin felur honum.
- Tekur þátt í að skipuleggja viðburði í skólastarfi.
- Tekur þátt í vinnuhópum varðandi þróunarverkefni sem á við allt starfsfólk skólans.
- Tekur þátt í starfsdögum á vegum skóla og sveitafélags.
- Skráir inn mætingu, svefn, setur inn myndir og fleira inn í Karellen.
- Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og athöfnum daglegs lífs t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt.
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.
- Aðstoðar nemendur við að taka þátt í félagslegum samskiptum innan og utan deildarinnar í anda Uppeldis til ábyrgðar og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans.
- Annast önnur þau störf sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.
- Passar að öryggis atriði séu uppfyllt á heimasvæði hópsins sem hann sinnir s.s. flóttaleiðir færar og ekkert sem hindrar þær.
Stuðningsfulltrúi
Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna nemendum. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Stuðningsfulltrúi er til staðar til að létta undir með kennara svo hann geti betur sinnt börnum sem þurfa meiri aðstoð. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun og hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf fyrir stuðning í þeim tilvikum þar sem það er hægt.
Stuðningsfulltrúi starfar innan og utan almennra bekkjardeilda allt eftir þörfum nemenda hverju sinni. Næsti yfirmaður stuðningsfulltrúa er deildarstjóri en samráð við umsjónarkennara er afar mikilvægt. Faglegur stuðningur við stuðningsfulltrúa er í höndum umsjónarkennara, deildarstjóra og þroskaþjálfa.
- Aðstoðar nemendur við athafnir daglegs lífs og til virkrar þátttöku í skólastarfi.
- Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/ einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara.
- Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og athöfnum daglegs lífs t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt.
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.
- Vinnur að því að styrkja jákvæða hegðun og draga úr neikvæðri hegðun nemenda með umbunarkerfi, áminningum eða með því að forða nemanda úr aðstæðum sem hann ræður ekki við.
- Aðstoðar nemendur við að taka þátt í félagslegum samskiptum innan og utan skólastofunnar í anda Uppeldis til ábyrgðar og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans.
- Tekur að sér gæslu í frímínútum og fylgir nemendum í vettvangsferðir þegar þörf er á.
- Veitir nemendum félagslegan stuðning með því að hlusta á frásagnir þeirra og reynslu og spjalla við þá þegar aðstæður leyfa.
- Fylgir einum eða fleiri nemendum á ferðum þeirra um skólann, milli húsa, í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum.
- Aðlagar verkefni að getu nemandans samkvæmt nákvæmum leiðbeiningum kennara.
- Situr samráðsfundi með umsjónarakennara og fleirum ef við á.
- Situr starfsmannafundi, kennarafundi, og foreldrafundi eftir því sem við á.
- Tekur þátt í starfsdögum á vegum skóla og sveitafélags.
- Aðstoðar kennara við að fara yfir verkefni nemenda eftir því sem við á og tækifæri gefst til.
- Tekur þátt í vinnuhópum varðandi þróunarverkefni sem á við allt starfsfólk skólans.
- Annast önnur þau störf sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.
- Passar að öryggis atriði séu uppfyllt á heimasvæði hópsins sem hann sinnir s.s. flóttaleiðir færar og ekkert sem hindrar þær.
Skólaliði
Skólaliði lýtur daglegri verkstjórn deildarstjóra sem ber ábyrgð á störfum starfsmanns ásamt skólastjóra. Skólaliði á í samskiptum við börn, foreldra, kennara, stjórnendur og er í tengslum við allar starfsstéttir skólans. Skólaliði er bundinn þagnarheiti um þau atriði er varða nemendur og starfsfólk skólans persónulega.
Skólaliði tekur þátt í uppeldis- og þjónustustarfi og öðrum þeim störfum sem fram fara innan skólans þar sem megináhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda. Skólaliða ber að stuðla að því að umgengni við skólahúsnæðið verði ætíð sem best. Skólaliðar skulu hafa með sér gott samstarf sín á milli og við deildarstjóra. Skólaliði sér um ræstingu samkvæmt skipulagi.
- Annast gæslu nemenda í frímínútum ef þess er óskað.
- Annast almenna gangavörslu og eftirlit með umgengni nemenda um skólann og meðferð þeirra á munum og búnaði í eigu hans.
- Aðstoðar nemendur eftir þörfum t.d. í forstofu.
- Leysir af eða aðstoðar ef þess er þörf í samráði við Deildarstjóra.
- Reynir eftir því sem unnt er að koma í veg fyrir stríðni/einelti í frímínútum og biðtíma.
- Sér um allan þvott sem tilheyrir skólanum, t.d. úr eldhúsi, stofum og ræstingu.
- Veitir fyrstu hjálp ef slys eða óhapp ber að höndum.
- Fer í vettvangsferðir með nemendum þegar við á.
- Situr yfir í prófum þegar við á.
- Skólaliði leitar aðstoðar viðkomandi kennara eða deildarstjóra við störf sín ef hann telur ástæðu til.
- Skólaliði sinnir daglegri ræstingu í skólanum og árlegri hreingerningu á skólanum á sumrin og haustin.
- Tekur þátt í vinnuhópum sem snýr að öllu starfsfólki.
- Situr fundi með stjórnendum á tveggja mánaða fresti að lámarki eða eftir þörfum.
- Situr starfsmannafundi skólans og aðra þá fundi sem stjórnandi óskar eftir að skólaliði sitji.
- Sinnir einnig þeim verkefnum sem stjórnendur skólans fela honum og geta fallið að ofangreindum atriðum.
- Starfsmaður skal huga að efnanotkun, flokkun úrgangs og gæta hreinlætis í hvívetna.
- Tekur þátt í starfsdögum á vegum skóla og sveitafélags.
- Passar að öryggis atriði séu uppfyllt í skólanum s.s. flóttaleiðir færar og ekkert sem hindrar þær og ruslasöfnun í lámarki.