Þann 11. nóvember er Norræni Skjaladagurinn sem er kynningardagur skjalasafna á Norðurlöndum. Á hverju ári koma héraðsskjalaverðir á Íslandi sér saman um ákveðið þema sem skjalasöfnin miðla með einhverjum hætti upp úr safnkosti sínum. Í ár er þemað ,,flótti”.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla tekur að sjálfsögðu þátt og nálgast viðfangsefnið í gegnum skjöl sem snerta líf förumannsins og Svarfdælingsins Björn Snorrason. Líf Björns var viðburðaríkt þó að lífskjör hans hafi ekki endilega þótt ákjósanleg.
Skjöl geyma sögur, tilfinningar, minningar og sannanir. Þau segja okkur frá tíma sem væri annars gleymdur ef ekki væri hann geymdur.
Við kynnum Björn, förumann á flótta undan samfélaginu - eða samfélagið á flótta undan honum.
(Smellið á myndina til að lesa greinina)
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4932
Opnunartími:
Þriðjud, miðvikud. og fimmtud. frá kl. 13:00-15:00.