Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Kvæða- og vísnasafnið Haraldur 

Safnið stofnuðu nokkrir ljóðaunnendur í Dalvíkurbyggð í október 2013. Aðsetur hópsins var á Héraðsskjalasafni Svarfdæla á Dalvík og var markmið hans að safna kvæðum og lausavísum sem upprunnar eru eða á einhvern hátt tengdar Dalvíkurbyggð og ekki hafa verið gefnar út á prenti.

Nafnið Haraldur er til heiðurs Haraldi Zophoníassyni verkamanni og skáldi á Dalvík. Haraldur orti óteljandi lausavísur og talsvert af ljóðum og var meðal samferðamanna álitinn „talandi skáld“.

Kvæðin og lausavísurnar eru skráðar inn í kvæðavefinn Bragi sem er safn- og rannsóknagrunnur sem sérhæfir sig í að skrásetja áreiðanlegar útgáfur íslensks kveðskapar og gera grein fyrir aldri einstakra verka eftir því sem næst verður komist. Einnig veitir vefurinn upplýsingar um höfunda og bragarhætti og tilurð skáldskaparins þar sem við á og gera grein fyrir heimildum.


smellið á mynd