Safnkostur
Skjalasafn
Héraðsskjalasafn er sjálfstætt opinbert skjalasafn sem lýtur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Rekstur héraðsskjalasafnsins er á ábyrgð sveitafélagsins Dalvíkurbyggðar. Á skjalasafninu tökum við á móti einkaskjalasöfnum sem tengjast svæðinu ásamt skjölum frá skilaskidum aðilum sem starfa sem opinberar stofnanir í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt lög um opinber skjalasöfn (77/2014) er markmið laga þessara er að tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Skjalasafnið hefur eftirlit með skjalavörslu þeirra aðila sem eru afhendingarskyldir um skjöl sín og önnur gögn til þess, sbr. 4. tölul. 8. gr., 4. tölul. 13. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 14. gr.
Skjölin eru skráð og frágengin í skjalaöskjum samkvæmt reglum um frágang skjala frá Þjóðskjalasafni Íslands. Öskjurnar eru síðan varðveittar í eldvörðum skjalaskápum. Hægt er að fá að skoða skjöl með leyfi frá skjalaverði.
Ljósmyndasafn
Í ljómsmyndasafninu okkar eru um u.þ.b. 15. þúsund myndir sem ýmist eru filmur, Visit myndir og framkallaðar ljósmyndir.
Flestar ljósmyndirnar koma úr einkasöfnum og hafa þær að mestu verið innskannað og skráðar inn í ljósmyndaforrit og borið kennsl á þær eftir bestu getu. Sagt er að ljósmynd segi meira en þúsund orð, og það er svosannarlega til í því. Ljósmyndirnar okkar gefa okkur skýra mynd af sögu Dalvíkurbyggðar og innsýn inn í líf fyrri kynslóða byggðalagsins.
Bókakostur
Á safninu má finna ýmsar fræðibækur sem tengjast bæði Dalvíkurbyggð sem og öðrum sveitarfélögum. Einnig má finna mörg ættfræðirit og niðjatöl sem borist hafa safninu. Öllum er velkomið að fletta í bókum safnins sem staðsettar eru í lessal.