Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti. Árið 2001 sameinuðust þau um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember.
Upphaflega var ákveðið var að annað hvert ár skyldi dagurinn helgaður sameiginlegu norrænu þema. Þess á milli áttu söfnin að hafa frjálsar hendur um val á þema. Árið 2006 var ákveðið að hafa sameiginlegt þema þriðja hvert ár og skyldi þemað ákveðið og kynnt á norrænum skjaladögum árið áður. Það fyrirkomulag hefur haldist að mestu leyti síðan.
Hér fyrir neðan má sjá þær sýningar sem Héraðsskjalasafn Svarfdæla hefur tekið þátt í á skjaladeginum undanfarin ár. (smellið á myndirnar)