Á Héraðsskjalasafninu starfar frábær hópur áhugafólks um ljósmyndir sem hafa í gegnum árin aðstoðað okkur á safninu við að greina eldri ljósmyndir sem hafa komið til okkar á safnið. Hópurinn kom saman fyrst árið 2013 og hefur verið starfandi síðan þá með sumarfríum.
Hópurinn er opin öllum og hvetjum við alla sem hafa áhuga á ljósmyndum, sögu byggðar og almennt góðum félagsskap, að taka þátt.
Hittingarnir eru á þriðjudögum á Héraðskjalasafninu frá kl 10-11:30 frá sept-maí.