90 ár eru liðin frá því að jörðin skalf á norðurlandi þann 2. júní 1934, sem hafði þær afleiðingar að fjöldi húsa í Dalvíkurbyggð skemmdust og þar með margar fjölskyldur húsnæðislausar.
Til er fjöldinn allur af gögnum frá jarðskjálftanefnd á héraðsskjalasafninu sem sýna þá vinnu, þrótt og samheldni sem átti sér stað í samfélaginu þetta örlagaríka sumar.
Héraðsskjalasafnið, Byggðasafnið og Menningarhúsið eru með litla sýningu um jarðskjálftann í anddyri menningarhússins.
Á sýningunni má m.a. hlusta á frásögn Veigu Sigurðardóttur sem fæddist þennan sama dag í Lambhaga á Dalvík fyrir 90 árum.
Það vill líka svo til að Veiga er með myndlistarsýningu í stóra salnum í Bergi í tilefni stórafmæli síns. Verið velkomin !