Við tiltekt í Koti í Svarfaðardal fannst í geymslu kassi með m.a. vísur og ljóð eftir Sigrúnu J. Eyrbekk sem vélritaðar voru upp á árabilinu 1970 - 1980. Anna Lísa Stefánsdóttir dóttir Sigrúnar afhenti ljóðin á skjalasafnið 28. maí. Ljóðin eru á 32 síðum og mikill fengur fyrir vísnavefinn Harald. Á myndinni sést Anna Lísa afhenda Þórdísi Hjálmarsdóttur ljóðasafnið.