Á bókasafninu er nú hafin atkvæðagreisla um bestu barnabók liðins árs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Hægt er að greiða atkvæði til 15. mars n.k. Hver lesandi má velja allt að 3 bækur.
Úrslitin verða kynnt á landsvísu á Sumardaginn fyrsta þann 22. apríl, við hátíðlega athöfn í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, Reykjavík. Tvær bækur verða verðlaunaðar, ein frumsamin íslensk og önnur þýdd.
Að því loknu verða tveir heppnir þátttakendur í Dalvíkurbyggð dregnir út og hreppa bókagjöf.