Vetrarstarfið er nú að komast í gang á bóka- og skjalasafninu. Opnunartími safnsins er kl. 10:00-17:00 alla virka daga og á laugardögum kl. 13:00 - 16:00.
Morguntímarnir þ.e. frá 10:00 - 12:00 eru sérstaklega hugsaðir fyrir skipulagt starf og stundaskráin í vetur verður sem hér segir:
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur |
Leikskólanemendur sögustund o.fl. |
Tölvukennsla -Upplýsingar gefur Laufey - Nýtt verkefni |
Unnið með gamlar ljósmyndir - allir velkomnir |
Grunnskólanemendur. Verkefni í upplýsinga-tækni og/eða lestri |
Ljóðavefurinn - Allt áhugafólk velkomið - Upplýsingar á skjalasafninu Nýtt verkefni |
kl. 16:00. Sögustund - nánar auglýst hverju sinni |
Stefnt er að því að allt starfið verði komið í gang í fyrstu viku október. Nánar auglýst á heimasíðunni - facebook og eða með götuauglýsingum. Fyrsti hádegisfyrirlesturinn verður 3. október.