Nú er að raðast inn dagskrá bóka- og skjalasafnsins í vetur. Morgunstundirnar nýtast sérstaklega vel fyrir heimsóknir skólanemenda á bókasafnið og hefjast þær heimsóknir þann 15. september.
Að öðru leyti hefjum við vetrarstarfið sem hér segir:
5. september - kl. 10 - 12 Vísnasafnið Haraldur á skjalasafninu. Allt áhugafólk velkomið.
10. september - kl. 10 - 12 Ljósmyndahópur. Nýtt fólk velkomið í hópinn.
18. september - kl. 16:15 Sögustund á pólsku - Jolanta Piotrowska hefur umsjón.