Í tilefni af Norræna skjaladeginum 8. nóvember var settur upp sameiginlegur vefur Héraðsskjalasafnanna um Vesturfara. Í framhaldi af þeirri vinnu vann Jolanta Piotrowska sýningu um Vesturfara frá Dalvíkurbyggð sem nú er í sýningarskápnum í kjallara ráðhússins. Þar má finna ýmsan fróðleik um vesturfaranna, þó hann sé langt í frá tæmandi. Ef hið geysimikla handritasafn Þorsteins Þ. Þorsteinssonar er undanskilið þá eru fáar heimildir til um vesturfara frá Dalvíkurbyggð. Vonandi verður þessi sýning til þess að einhverjar heimildir eða sögur komi í leitirnar.