Á Bókasafninu stendur nú yfir val á bestu barnabókinni 2007 fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Krakkar, takið þátt með því að lesa bækur, velja síðan 3 skemmtilegustu bækurnar, koma á Bókasafnið og setja atkvæðaseðil í kjörkassa, sem þar er. Hægt er að taka þátt til 31. mars. Í apríllok verða síðan 2 heppnir þátttakendur í Dalvíkurbyggð dregnir út og fá bókagjafir. Úrslitin á landsvísu verða síðan tilkynnt á sumardaginn fyrsta, 24. apríl n.k. við hátíðlega athöfn í aðalsafni Borgarbókasafnsins.