Lesið var úr nýjum bókum fimmtudaginn 22.nóv. Félagar úr Leikfélaginu, með stuðningi úr sal, sáu um lesturinn. Það voru þau Dagur Atlason sem las úr Húsið eftir Stefán Mána, Silja Dögg Jónsdóttir sem las úr Bjarna-Dísa eftir Kristínu Steinsdóttur. Sveinbjörn Hjörleifsson las kafla úr Hér liggur skáld eftir Þórarinn Eldjárn og auk þeirra kom fram Andrea Ragúels sem tók að sér án mikils fyrirvara að lesa úr bókinni Ellý - æfisaga Ellýjar Vilhjálms sem Margrét Blöndal skráði. Þau fá hér með kærar þakkir fyrir upplesturinn. Það var fullt hús á kaffihúsinu í Bergi enda voru íbúar Dalvíkurbyggðar í leiðinni að kveðja þær stöllur Snæborgu Rögnu Jónatansdóttur (Boggu) og Sigríði Ingu Ingimarsdóttur (Ingu) sem ásamt Svölu Sveinbergsdóttur hafa rekið kaffihúsið í Bergi frá árinu 2009. Starfsfólk bókasafnsins óskar þeim alls góðs á þessum tímamótum og þakkar þeim frábært samstarf.
Bogga, Inga og Svala sem nú hafa hætt rekstri kaffihússins |
Dagur Atlason les fyrir áheyrendur á öllum aldri |