Í sýningarskápnum í kjallara ráðhússins eru bátalíkön Njarðar Sæbergs Jóhannssonar frá Siglufirði til sýnis. Líkönin eru þrjú og eru mjög nákvæmar eftirlíkingar af háskarlaskipum í eigu Fljótamanna á síðari hluta 19. aldar. Með líkönunum er ýmis fróðleikur um skipin og einnig um skipasmíðar og hákarlaveiðar. Sjón er sögu ríkari.