Í dag opnaði á bókasafninu sýning Fjölmenntar sem ber nafnið Allir fá þá eitthvað fallegt. Þema sýningarinnar eru jólin eins og nafnið gefur til kynna en einnig er að finna á sýningunni muni frá þema vetrarins sem er Norðurheimskautið og þema síðasta vetrar sem var Mexíkó. Alls eru um 60 nemendur hjá Fjölmennt en í myndmenntinni eru rúmlega 30 nemendur og má sjá verk eftir þá á þessari sýningu. Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins fram að jólum og eru allir hvattir til að gefa sér tíma og fara og sjá þessa skemmtilegu sýningu. Þeir sem hafa áhuga á að sjá fleiri myndir af opnuninni geta smellt hér.