Í vetur verða sögustundir fyrir börn á fimmtudögum kl. 16:15. Fram að áramótum verða sögustundirnar ýmist fyrir pólsku eða íslenskumælandi börn og miðaðar ýmist við leikskóla-/grunnskólanemendur. Nánar skiptist þetta eins og hér segir:
Dagsetning | Tungumál | Aldurshópur |
24.október | pólska | grunnskólanemendur |
31. október | íslenska | leikskólanemendur |
7. nóvember | pólska | leikskólanemendur |
14. nóvember | íslenska | grunnskólanemendur |
21. nóvember | pólska | grunnskólanemendur |
28. nóvember | íslenska | leikskólanemendur |
5. desember | pólska | leikskólanemendur |
12. desember | íslenska | grunnskólanemendur |
Sögumenn eru sjálfboðaliðar og okkur vantar fleiri sem vilja taka að sér að segja börnum sögur. Endilega látið okkur vita ef þið getið hugsað ykkur að taka þátt. Einnig leitum við að sögumönnum sem treysta sér að lesa fyrir enskumælandi börn og við bætum þeim þá við eftir áramótin.