Þann 2. apríl n.k. er alþjóðadagur barnabókarinnar og afmælisdagur H.C. Andersen. Á föstudaginn 1. apríl kl. 16.00
ætlar Þuríður Sigurðardóttir, Þura, að lesa fyrir börn úr sögum H.C. Andersen. - þetta er ekki aprílgabb -
Viljum við því hvetja börn á öllum aldri til að koma og hlusta á sögur eins og Nýju fötin keisarans - Eldfærin - Litli ljóti andarunginn og fl. og fl. Einnig ætlum við að lengja bókaorminn, sem er byrjaður að skríða upp vegginn í barnahorninu og til þess þarf hjálp frá litlum lestrar- og söguhestum.