Norræni skjaladagurinn er á laugardaginn kemur 13. nóvember 2010. Þema dagsins er „Veður og loftslag“ og er sameiginlegt með öllum Norðurlöndunum. Slagorð dagsins er „Óveður í aðsigi?“.
Af þessu tilefni verður opið hús í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, frá kl 11 til kl 15, Félag héraðsskjalavarða á Íslandi gengst fyrir opnu húsi í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, frá kl 13 til kl 17:00. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
Í tilefni skjaladagsins hefur verið sett upp lítil sýning í anddyri Bergs, þar sem sýnd eru sýnishorn af veðurdagbókum, og frásögnum af ýmsum atburðum, ásamt myndum úr sveitarfélaginu.
Að venju hefur verið gerður sérstakur vefur um þema skjaladagsins, www.skjaladagur.is, og þar hafa Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfnin sett fram margvíslegt efni til skemmtunar og fróðleiks.