Loforðið, verðlaunabók Hrundar Þórisdóttur, var valin vinsælasta barna og unglingabókin á Bókasafninu 2007. Í öðru sæti var Beygluð brotin hjörtu og í því þriðja nýjasta bókin um Skúla skelfi.
Þann 8. maí var dregið úr nöfnum þeirra sem tóku þátt í valinu og var það Filippía Svava Gautadóttir sem datt í lukkupottinn að þessu sinni.
Á sama tíma var greint frá úrslitum í Ljóð unga fólksins 2008. Þrjú ungmenni tóku þátt héðan, en komust ekki í úrslit að þessu sinni, en mestu máli skiptir að vera með.
Meðfylgjandi myndir eru teknar í Dalvíkurskóla þegar úrslit voru kunngerð.
Lilja Gestsdóttir, Andri Mar Flosason og Súsanna Svansdóttir
Filippía Svava Gautadóttir og Rósa Þorgilsdóttir
Gleðileg sumar og takk fyrir veturinn.
Bókasafnið á Dalvík