Það voru um 140 manns sem hlýddu á Maríu Steingrímsdóttur segja frá minningum sínum um jólasveinana á Dalvík, í hádegisfyrirlestri þann 6. des. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá nemendur Dalvíkurskóla fjölmenna og hlusta með athygli á frásagnir um liðin jól. Í fyrirlestri Maríu kom fram að jólasveinarnir á Dalvík hafa séð um að dreifa jólapóstinum frá árinu 1938 og fagna því 75 ára starfsfmæli árið 2013. Það er von okkar að þeir sinni áfram starfinu af alúð og fagmennsku. Starfsfólk bókasafninu vill nota tækifærið og þakka Maríu kærlega fyrir frábæran fyrirlestur og öllum gestum fyrir komuna í Berg.
|
Hér má sjá yfir salinn í Bergi. |
|
Skemmtilegar myndir af jólasveinum fylgdu með frásögn Maríu |