Málþing um Filippíu Kristjánsdóttur - Hugrúnu - verður haldið í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík sunnudaginn 15. maí 2011 og hefst kl. 14.00 -
Filippía er án efa einn afkastamesti rithöfundur Svarfdælinga sem fæddur er og alinn upp í Svarfaðardal.
Eftir Hugrúnu liggja a.m.k. 29 ritverk, mest ljóða- og barnabækur, en einnig nokkrar skáldsögur og minningarbrot úr bernsku, ævisaga og bók um dulræn fyrirbæri. Þekktasta ljóð hennar er Svarfaðardalur, sem sunginn er við flest hátíðleg tækifæri í Dalvíkurbyggð.
Dagskrá þingsins:
Setning: Sigurlaug Stefánsdóttur, safnstjóri Bókasafns Dalvíkurbyggðar
Helga Kress, bókmenntafræðingur - Þessi óviðráðanlega löngun :
Hugrún skáldkona, - yrkisefni og einkenni.
Sólveig Lilja Sigurðardóttir les ljóð
Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrverandi þingkona - Manneskjan á bak við skáldanafnið
Kaffihlé
Ingibjörg Hjartardóttir, rithöfundur - Hugrún og umræðan um kerlingabækur
Sólveig Lilja les úr verkum skáldsins
Svarfaðardalur - sameiginlegur söngur Svarfdælinga
Munir skáldkonunnar og myndir verða til sýnis í anddyri Bergs. Þar verður einnig hægt að hlusta á rödd hennar.
Málþingið er styrkt af Menningarsjóði kvenna á Íslandi - Hlaðvarpanum.
Allir velkomnir.
Bókasafn Dalvíkurbyggðar