Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að fjöldatakmarkanir voru hertar 31. Júlí sl. og miðast nú við 100 fullorðna, börn fædd 2005 og seinna teljast ekki með, og að 2ja metra reglan verður aftur tekin í gildi.
Til þess að bókasafnið geti haft áfram opið í menningarhúsinu Bergi, þrátt fyrir þessar takmarkanir, munum við þrýfa reglulega yfir alla helstu snertifleti og tryggja aðgang gesta að spritti. Séstaklega verður hlúð að afgreiðsluborði, hurðahúnum, snertiskjám, tölvumús og lyklaborði o.s.frv.
Hægt er að hringja í síma 460-4930 og óska eftir að fá bækur sendar heim – svokallað bókaskutl –
Allir viðburðir í húsinu hafa verið felldir niður á meðan á þessu tímabili stendur yfir - þá má helst nefna tónleika Friðriks Ómars og Jogvans Sveitalíf sem áttu að vera á föstudaginn næsta og svo auðvitað tónleika Eyþórs Inga sem áttu að vera á laugardagskvöldið 8. ágúst.
Munið að veiran lifir skemur á pappír en plasti – þess vegna þarf ekki að þrífa og spritta hverja einustu blaðsíðu í bókinni.
Við biðjum ykkur vinsamlegast að lágmarka veru ykkar á safninu – koma einungis til að taka/skila bók og óska eftir aðstoð starfsmanns ef þið lendið í erfiðleikum við að finna einhverja sérstaka bók.
Þetta verður allt í lagi – við gerum þetta saman og við gerum það vel.
Nýjustu fréttir er ávallt að finna á fésbókarsíðunni.