Þann 12. nóvember n.k. mun Dr Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur flytja fyrirlesturinn:
Um förumenn á Íslandi seinni hluta 19. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 í Bergi og stefnt er að því að honum ljúki kl. 13:00. Eins og venjulega er fólki velkomið að snæða í salnum á meðan á fyrirlestri stendur. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.