Hádegisfyrirlesturinn 4. apríl verður opnun ljósmyndasýningar sem er afrakstur vinnuhóps sem hist hefur á þriðjudagsmorgnum í vetur. Myndunum verður varpað á vegg og upplýsingar um þær birtar. Þetta eru ljósmyndir úr Dalvíkurbyggð sem varðveittar eru á skjalasafninu og sýna fólk, mannvirki, atburði o.fl. Flestar myndanna eru frá árunum 1940 - 1970. Hópurinn hefur unnið með yfir 300 ljósmyndir og skráð þær upplýsingar sem vitneskja var um. Ennþá vantar þó upplýsingar og með sýningunni er vænst að þeir sem þekkja til geti bætt við fróðleik.