Næsti hádegisfyrirlestur í Bergi verður myndasýning í höndum myndahóps skjalasafnsins. Þar verða sýndar þær myndir úr myndasafni Jónasar Hallgrímssonar sem sýna samgöngumannvirki og samgöngutæki í byggðarlaginu á árunum 1930 - 1990. Jón Halldórsson mun segja frá myndunum og það sem þær sýna. Myndasýningin hefst klukkan 12:15 og það eru allir velkomnir.