Frá því að opnunartími bókasafnsins breyttist 1. október hefur það sýnt sig að ýmsir hópar eru fúsir að nýta sér morguntímana frá kl. 10 - 12. Þannig eru mánudagsmorgnar helgaðir Krílakotsnemendum, áhugafólk um gamlar ljósmyndir nýta þriðjudagsmorgnana og nú hefur verið ákveðið að Dalvíkurskóli hafi forgang að fimmtudagsmorgnum. Fyrsti hópurinn frá Dalvíkurskóla var helmingurinn af 4. bekk sem kom í kynningu á Bóka- og héraðsskjalasafninu fimmtudaginn 15. október. Hér má sjá mynd af hluta hópsins ásamt Andreu kennara.