Notendur bókasafnsins á Dalvík eru ótrúlega gjafmildir og færa okkur bækur og önnur gögn án afláts. Stundum eru þessar gjafabækur nýttar til að endurnýja gömul eintök sem við þurfum að eiga, oft eru þetta vinsælar kiljur sem gott er að eiga fleiri en eitt eintak af og í einstaka tilfellum fáum við nýjar dýrmætar bækur sem við höfum ekki tök á að eignast. Þannig gjöf fengum við í síðustu viku þegar Ryszard Ireneusz Kulesza færði okkur nýjar og eldri pólskar bækur. Þar á meðal voru pólsk ævintýri, Nýja testamentið í nýrri útgáfu með skýringum, Hinn guðdómlegi gleðileikur Dantes, Pólsk saga frá upphafi til 2001 o. fl. Ryszard hefur áður gefið bókasafninu bækur t.d. Sölku Völku á pólsku. Takk fyrir okkur Ryszard.