Vísnavefurinn Haraldur vex og dafnar. Þar má nú finna æviágrip 28 höfunda sem tengjast Dalvíkurbyggð á einhvern hátt. Skráð hafa verið 190 ljóð þeirra og 209 lausavísur. Skjalasafnið hefur tekið á móti tveimur mjög stórum vísnasöfnum það er þeirra Þorsteins Kristinssonar og Halldórs Jónssonar frá Gili. (Dóri frá Völlum). Þórdís Hjálmarsdóttir hefur haft veg og vanda af skráningu á vefinn frá því í september 2014. Á myndinni er Dísa að störfum. Föstudagsmorgnar eru fastir viðverutímar vegna skráningar í Harald. Það er boðið upp á kaffi og spjall og allir velkomnir.