Í Dalvíkurbyggð er starfrækt héraðsskjalasafn, sem stofnað var 1980. Þar er varðveitt saga byggðalagsins í formi opinberra skjala, einkaskjala, alls kyns bréfa og mikils magns mynda.
Skilaskyldir aðilar til safnsins eru opinberir aðilar og þau félög, sem hafa mikinn hluta tekna sinna frá opinberum aðilum.
Hefur þú einhver gömul skjöl í þínum fórum, sem þú vilt ekki að glastist? Ef svo er getur þú komið þeim í endanlega varðveislu hjá héraðsskjalasafni. Þar eru skjölin skráð og sett í varanlega geymslu. Síðan gæti verið gott að taka þau fram, þegar einhver hluti sögu byggðarlagsins verður sagður. Það mega vera gömul bréf, alls konar handrit, opinber skjöl. t.d. fæðingarvottorð, gamlar myndir, gömul eyðublöð og ýmislegt annað. Endilega hafið samband áður en þið fargið gömlum skjölum. Það er ótrúlegt hvað margt hefur kemur að notum, þegar sagan er sögð.