Nú hefur verið dregið í sumarlestri og var heppni sigurvegarinn Magnea Kristín. Við óskum henni innilega til hamingju með góðan lestrarárangur í sumar og að verðlaunum fær hún smá glaðning sem bíður hennar á bókasafninu.
Sumarlestur er frábær leið til að viðhalda lestrarþroska, orðaforða og þekkingu. Reglulegur lestur yfir sumartímann dregur úr líkum á að börn dragist aftur úr þegar skólinn byrjar aftur á haustinn og margar rannsóknir hafa sýnt að börn sem hafa lesið í sumarfríinu mæta mun ferskari til leiks þegar skólinn byrjar aftur.
Við óskum öllum þeim sem tóku þátt í sumarlestri innilega til hamingju með sinn árangur og hlökkum til að sjá ykkur öll sem reglulega gesti á bókasafninu í vetur!
Endilega kíkið á fössarafésbókina og munið að við erum bæði á Facebook og Instagram.
Við óskum ykkur góðrar helgar!