8. september er hinn árlegi dagur læsis en einnig Bókasafnsdagurinn. Í tilefni þess verður ný sýning sett upp í sýningarskáp bókasafnins. Sýningin fjallar um lestur, lestraraðferðir og sýnir m.a. gamlar lestrabækur. Í tilefni dagsins eru einnig ný bókamerki, bækur Guðrúnar Helgadóttur eru sérstaklega settar fram og starfsmenn eru yfirleitt í spariskapinu og taka vel á móti gestum.