Bókakynning Vilborgar fellur niður vegna veðurs!

Bókakynning Vilborgar fellur niður vegna veðurs!

Athugið kæru vinir!!

Bókakynning Vilborgar Davíðsdóttur sem átti að vera í Menningarhúsinu Bergi á morgun kl. 12.00-13.00 fellur því miður niður vegna veðurs. 

Ekki eru líkur á því að veðurguðirnir komi til með að geta hamið sig rétt svo að Vilborg komist norður til okkar á morgun. Við þurfum því miður, eins og áður sagði, að aflýsa fyrirhugaðri bókakynningu. Í sárabót verður hægt að nálgast áritaða bók frá höfundi með því að senda tölvupóst og panta í gegnum vefverslun Forlagsins.  Hér að neðan má sjá orðsendinguna beint frá höfundi: 

Orðsending frá Vilborgu á facebook

 

Þetta eru auðvitað mikil leiðindi en eins og Vilborg sagði sjálf þá er ágætt að vera minnt á það að sumt er ekki á okkar valdi!

Í staðin mælum við auðvitað bara með því að allir lesi bókina Blóðug jörð og verði klárir í umræður ef Vilborg nær að koma til okkar á nýju ári.

Hafið það notalegt í veðurblíðunni - ég geri auðvitað ráð fyrir því að allir séu undir teppi að lesa góða bók. 

 

Björk Hólm Þorsteinsdóttir