Þátttaka í vali á bestu barnabókinni 2011 í Dalvíkurbyggð var góð. Þann 19. apríl, á Sumardaginn fyrsta, voru atkvæði talin á landsvísu og voru það bækurnar Skemmtibók Sveppa eftir Sverri Þór Sverrisson og Dagbók Kidda klaufa: Ekki í herinn! eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar, sem þóttu bestar.
Eins og alltaf var einnig dregið úr þátttakendum hér í Dalvíkurbyggð og tvö heppin börn hljóta sína hvora bókina, sem viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Til að hjálpa okkur við útdráttin fengum við Margréti Víkingsdóttur, upplýsingafulltrúa og dró hún miða með nöfnum Selmu Rutar Guðmundsdóttur 11 ára og Sindra Leós Svavarssonar 11 ára.