Í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur sambandið og Félag héraðsskjalavarða á Íslandi ákveðið að ráðast í átak í söfnun skjala íþróttafélaga og héraðssambanda um land allt, þannig að þau varðveitist á öruggan hátt og verði aðgengileg á héraðsskjalasöfnum landsins. Átakið var kynnt fjölmiðlum miðvikudaginn 18. apríl 2012 og hófst formlega þann dag, en þá voru 100 dagar þar til Ólympíuleikar í London hefjast. Stefnt er að því að átakinu ljúki í janúar 2013 um leið og afmælisári ÍSÍ lýkur og þá verði tekið saman yfirlit yfir þau skjalasöfn sem eru varðveitt á opinberum skjalasöfnum um land allt.
Héraðsskjalasöfn á Íslandi eru 20 talsins og er starfsvæði þeirra lang stærstur hluti landsins. Nánar er hægt að fræðast um starfsvæði héraðsskjalasafna á Íslandi á heimasíðunni www.heradsskjalasafn.is
Íþróttafélög í Dalvíkurbyggð eru hvött til að hafa samband við Héraðsskjalasafn Svarfdæla varðandi mögulegar afhendingar.