Núna í lok ársins 2014 fengum við í hendur tölfræði yfir vinsælustu útlán bókasafnsins árið 2013. Þetta er ný þjónusta Landskerfis bókasafna og vonandi getum við fljótlega birt tölurnar fyrir árið 2014. Langvinsælasta bókin var Maður sem heitir Ove, eftir Fredrik Backman. Sú bók fór samtals 53 sinnum í útlán og var þó gefin út á miðju ári 2013. Sú sem kom næst henni var Skýrsla 64 eftir Jussi Adler-Olsen, hún fór 39 sinnum í útlán.
Árið 2013 voru 10 vinsælustu útlánin þessi:
Það vekur athygli að það er aðeins einn íslenskur höfundur sem tekst að komast í fyrstu sætin, en eðlilega eru vinsælar spennusögur í efstu sætunum. Það eru bækur sem lesnar eru einu sinni og óþarfi að eiga í eigin bókahillu. Það verður gaman að sjá hvaða bók vermir efsta sætið árið 2014. Vonandi getum við birt það fljótlega. Gleðilegt ár.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00