Nýtilkomið samkomubann hefur eflaust ekki farið framhjá neinum en í ljósi þess hefur Bókasafn Dalvíkurbyggðar ákveðið að fella niður alla viðburði á vegum safnsins á þessu tímabili.
Við munum halda hefðbundnum opnunartímum að sinni og vonum að við getum haldið opnun óbreyttri sem lengst.
Við höfum ákveðið að fella niður leikskólaheimsóknir á safnið, allavega á meðan á samkomubanni stendur auk þess sem ljósmyndagreiningu með eldri borgurum verður frestað á Héraðsskjalasafni Svarfdæla um ótilgreindan tíma.
Þær aðgerðir sem Bókasafnið hefur gripið til vegna Covid-19 veirunnar felast helst í auknu hreinlæti. Við þrýfum og sprittum helstu snertifleti safnsins mjög reglulega yfir daginn. Sprittbrúsi er við afgreiðsluna og hvetjum við gesti til að nota það þegar þeir koma á safnið. Við þrýfum og sprittum allar bækur sem koma úr útláni áður en þær fara aftur upp í hillu og við höfum fjarlægt barnadót (sem börnum finnst mjög gott að slefa á) úr barnahorni.
Berg menningarhús hefur að sama skapi fellt niður viðburði á þeirra vegum en Basalt cafe+bistro mun halda sig við hefðbundna opnunartíma og halda áfram að bjóða upp á hádegismat eins og staðan er í dag.
Sýning Heimis Kristinssonar verður opið áfram út mánuðinn og hvetjum við alla til að líta við - bara ekki alla í einu... ;)
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00