Fimmtudaginn 4. október flutti Sveinn Brynjólfsson hádegisfyrirlestur í Bergi. Heiti fyrirlestursins var Áhrif veðurs og landslags á snjóflóð í Svarfaðardal og nágrenni. Íbúar Dalvíkurbyggðar kunnu svo sannarlega að meta þetta framtak, því salurinn fylltist af fólki. Það var sérstaklega gleðilegt að sjá allt unga fólkið sem mætti og hlýddi á mjög fróðlegan fyrirlestur. Takk fyrir komuna. Næsti fyrirlestur verður 1. nóvember. Efni hans verður auglýst síðar.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00