Í gærkvöld, þriðjudaginn 2. des., stóð Bókasafnið fyrir bókmenntakvöldi á veitingastaðnum Við höfnina en þetta er í fjórða sinn sem slíkt kvöld er haldið. Segja má að vel hafi til tekist. Aðsóknin eykst með ári hverju og var nær fullt hús að þessu sinni. Lesarar gerðu bókum sínum góð skil og fengu mikið lof fyrir. Þeir sem lásu að þessu sinni voru fjölmargir:
Júlíus Júlíusson las upp úr bók sinni Meistarinn og áhugamaðurinn
Heiðrún Villa Friðriksdóttir las upp úr bók sinni Gerðu besta vininn betri Svanfríður Jónasdóttir las upp úr bókinni Ég skal vera grýla eftir Margrét Pálu Ólafsdóttur
Ingibjörg Hjartardóttir las úr ljóðabókunum eftir Pál Ólafsson og Steinunni Hafstað.
Arnar Símonarson las upp úr bókinni Ég hef nú sjaldan verið algild eftir Önnu M. Guðmundsdóttur frá Hesteyri
Sölvi Hjaltason las upp úr bókinni Ég, ef mig skyldi kalla eftir Þráinn Bertelson
Sólveig Rögnvaldsdóttir las upp úr bókinni Sá einhverfi og við hin eftir Jónu S. Gísladóttur
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00