Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Landskerfi bókasafna virðast útlán á bókasafninu aukast um rúmlega 2000 eintök á milli áranna 2012 og 2013. Lánþegum fjölgar um 89 frá áramótum 2012 og eru 533 í desember 2013. Úlán eru tæplega 16.000 á árinu sem þýðir að hver lánþegi fær lánuð um 30 eintök á ári að meðaltali. Vinsælasti titillinn var bókin Maður sem heitir Ove sem var lánuð samtals 48 sinnum, og kom þó ekki út fyrr en í júní.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00