Í tilefni af Norrænu bókasafnsvikunni, sem hófst í dag, byrjaði Bókasafn Dalvíkur daginn á því að fara í heimsókn á Leikskólann Krílakot og las Arnar Símonarson upp úr bókinni Lína ætlar til sjós eftir Astrid Lindgren af sinni alkunnu snilld. Krakkarnir á Krílakoti höfðu gaman af lestrinum og þökkuðu heimsóknina með söng. Á morgun, þriðjudag, verður síðan farið í Dalvíkurskóla og les Arnar þá upp úr bókinni um hana Ronju Ræningjadóttur sem einnig er eftir Astrid Lindgren.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00