Tilkynning frá Söfnum Dalvíkurbyggðar og Menningarhúsinu

Tilkynning frá Söfnum Dalvíkurbyggðar og Menningarhúsinu

Bókasafn Dalvíkurbyggðar verður opið áfram með venjubundnum hætti 10-17 með 10 manna fjöldatakmörkun. Gestir eru beðnir um að sinna erindum sínum fljótt og örugglega og takmarka veru sína á safninu. Hægt verður að panta bækur og sækja á bókasafnið með því að hafa samband við bókasafnið í síma (460-4930), skilaboð á facebook síðu safnsins eða í gegnum netfangið: utlan@dalvikurbyggd.is.

Héraðsskjalasafnið verður lokað fyrir gesti en hægt að senda fyrirspurnir á dalskjal@dalvikurbyggd.is eða hringja í síma 460-4932 milli 13.00-16.00.

Byggðasafnið Hvoll verður lokað og ekki hægt að taka á móti hópum til a.m.k. 15. apríl. Staðan á móttöku hópa verður endurskoðuð að þeim tíma loknum.

Kaffihúsið í Menningarhúsinu Bergi verður lokað fyrir veitingar í sal en hægt verður að kaupa kaffi í ferðamáli og aðra drykki til að taka með úr húsinu.

Allir viðburðir í Menningarhúsinu Bergi falla niður á tímabilinu 25. mars – 15. apríl og staðan endurmetin eftir það. Auglýstir viðburðir sem falla niður eru m.a. Svarfdælskur mars – Málþing, páskaföndur á bókasafninu með Daley hönnun og páskadagskrá hússins.

 

Munum svo að við erum öll í þessu saman