Í sumar gefst börnum og unglingum kostur á að taka þátt í sumarlestri á bókasafninu. Sumarlesturinn hefst 3. júní og lýkur 2. september. Hvert barn/unglingur sem skráir sig til þátttöku velur hvort það býr til eiginn bókaorm á netinu eða fyllir út í lestrardagbók. Einnig geta tveir - þrír valið að gera saman bókaorm. Starfsmenn bókasafnins verða til aðstoðar við að velja hentugar bækur, skrá ormana og halda utan um dagbækurnar. Þetta er ekki keppni um hver les flestar bækur heldur að setja sér markmið og reyna að ná því. Skráning er hafin á bókasafninu. Þeir sem taka þátt í verkefninu fá nöfnin sín í pott og heppinn þátttakandi hlýtur verðlaun í lok verkefnisins.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00