Við leitum nú að þremur einstaklingum sem hafa áhuga á því að starfa í fjölbreyttu og menningarlegu umhverfi í sumar. Um er ræða 3 x 90% stöður auk helgarvinnu en störfin eru unnin í Bergi Menningarhúsi, á bókasafni, byggðasafni og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Starfsmenn rúlla á milli allra starfsstöðva og öðlast þannig innsýn í heim ferðaþjónustunnar og grunnþætti safnastarfs í sveitafélaginu.
Hæfnikröfur
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í enda maí og geti unnið fram í byrjun september (eða samkvæmt samkomulagi).
Um er að ræða nýjung á menningarsviði - einstaklega gefandi og spennandi starf fyrir rétta einstaklinga!
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsókn á netfangið bjork@dalvikurbyggd.is merkt: „sumarafleysing safna og upplýsingamiðstöðvar“. Ásamt umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og stutt persónuleg kynning á umsækjanda.
Laun og launakjör eru í samræmi við kjarasamning Samband íslenskra sveitafélaga og KJALAR.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk.
Allar frekari upplýsingar veitir Björk Hólm, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs í síma 460-4931 eða á netfangið: bjork@dalvikurbyggd.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00