Einar Kárason rithöfundurer skáld októbermánaðar hjá Bókasafninu. Hann er fæddur í Reykjavík 1955. Hann byrjaði á því að birta ljóð í tímaritum undir lok áttunda áratugarins, en fyrsta skáldsaga hans, Þetta eru asnar Guðjón, kom út árið 1981. Árið 1983 sló hann eftirminnilega í gegn með skáldsögunni Þar sem Djöflaeyjan rís, sem varð fyrsta bókin í þríleik um líf alþýðufjölskyldu í Reykjavík á stríðsárunum. Einar hefur hlotið ýmis verðlaun og tilnefningar fyrir skrif sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðalunin. Þá hefur hann fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bóksafn Dalvíkurbyggðar á allar bækur Einars til útláns.
Skáldsögur Einars eru:
Þetta eru asnar, Guðjón 1981
Norðurljós 1998
Þar sem döflaeyjan rís 1983
Óvinafagnaður 2001
Gulleyjan 1985 Stormur 2003
Fyrirheitna landið 1989
Ofsi 2008
Heimskra manna ráð 1992
Kvikasilfur 1994
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00